Vöfflur

Hráefni

1 msk chia fræ 

3 msk vatn

1/2 bolli möndlumjólk  

2 msk eplaedik

1 msk ólífuolía

1 bolli hrísmjöl

1 bolli kjúklingabaunamjöl

1/2 bolli bókhveiti

1/2 bolli glútenlaust haframjöl

2 tsk vínsteinslyftiduft

1 msk vanilluprótein (duft)

1/2 tsk hreint vanilluduft, frá Rapunzel

smá salt

3 og 1/2 bolli möndlumjólk

 

Aðferð

Setjið chia fræ og vatn í stóra skál, hrærið vel saman og látið bíða í 5 mínútur. 

Því næst fer eplaedikið út í 1/2 bolla af möndlumjólk og það er líka látið bíða í 5 mínútur.

Sigtið þurrefnin í aðra skál á meðan; hrísmjöl, kjúklingabaunamjöl, bókhveiti, glútenlaust haframjöl, vínsteinslyftiduft, vanilluprótein, vanilluduft og salt. 

Hrærið ólífuolíuna saman við chia eggið og því næst möndlumjólkur- og eplaediksblöndunni. Þegar það hefur samlagast er 3 og 1/2 bolla af möndlumjólk hrært út í og síðust koma þurrefnin. Hrærið vel þar til allt hefur samlagast.

Bakið í vöfflujárni á sama hátt og þegar hefðbundnar vöfflur eru bakaðar. Athugið að þessar harðna fyrr, svo setjið eitthvað yfir þær ef þið ætlið ekki að borða þær strax. Nú ef þið geymið deigið í ískáp í einhvern tíma áður en þið bakið vöfflurnar gætuð þið þurft að þynna það með meiri möndlumjólk.

Með vöfflunum er hægt að hafa hvað sem hugurinn girnist, en á myndunum sem fylgja eru þær með saltkaramellukremi sem þið finnið HÉR, þeyttum hafrarjóma og bláberjum.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.