Vegan saltkaramellu ís 

Hráefni

1 dós eða ferna kókosmjólk (ef þið smellið á linkinn sjáið þið tegundirnar sem ég mæli með)

1 kúfuð matskeið af möndlu/heslihnetusmöri frá Monki

Sjávarsalt eftir smekk

Aðferð

Þennan ís hef ég einungis prófað að gera í ísvél, en gæti verið að hann virkaði án þess. Yrði þó líklega grjótharður. Ef til vill er hægt að nota sömu aðferð og þegar gerður er hefðbundinn ís, að taka blönduna úr frysti annað slagið og hræra upp í henni.

Setjið skálina úr ísvélinni í frysti.

Blandið öllum hráefnum vel saman í blandara og setjið í frysti í eina klukkustund.

Takið úr frystinum og látið ganga í ísvélinni í ca. 10 mínútur eða þar til áferðin verður falleg. Hann má heldur ekki vera of lengi, þá verður hann of stífur. Það hefur verið svolítið misjafnt hvað þetta tekur langan tíma, en þið verðið bara að fylgjast með.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.