Túrmerik latte

Það er enn frekar kalt úti svo mér finnst notalegt að drekka eitthvað heitt þegar ég kem inn úr dyrunum. Túrmerik latte er reyndar góður hvenær sem er og með eindæmum hollur. Könnuna keypti ég í Jane Austen safninu í Bath í Englandi fyrir nokkrum árum. Hún er í miklu uppáhaldi.

Túrmerik latte

Hráefni

3 pokar turmeric chai te

1 bolli haframjólk (líka hægt að nota aðra jurtamjólk)

1 tsk túrmerik, frá Kryddhúsinu

5 dropar karamellu stevía, frá Good Good (má sleppa)

ögn af svörtum pipar

Aðferð

Leggið þrjá tepoka í botninn á könnu og hellið sjóðandi heitu vatni yfir. Bara þannig að það rétt fljóti yfir pokana. Látið þá liggja í meðan þið flóið haframjólkina. 

Takið tepokana upp úr vatninu og kreistið vel úr þeim. Hrærið túrmerik duftinu saman við, sætið með stevíunni og kryddið með svörtum pipar. 

Hellið flóuðu mjólkinni út í og hrærið aðeins. 

Njótið vel! 🙂

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Good Good og Kryddhúsið.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.