Það fyrsta sem þið gerið er að baka annað hvort fingur úr ÞESSARI uppskrift að svampdeigi, eða biscotti úr ÞESSARI uppkrift. Það er smekksatriði hvort er betra að nota í tiramisu. Fer eftir hvort ykkur finnst gott að finna mikið fyrir brauðmetinu í kaffikreminu. Svampurinn er mun mýkri.
Kaffikrem
Innihald
2 öskjur rjómaostur, Violife original
2-3 msk yacun síróp
1 bolli sterkt kaffi, ég nota koffínlaust
1 tsk hrein vanilla
3 bollar hafrarjómi, þeyttur
kakó til að sigta yfir
Aðferð
Hellið upp á kaffi og látið það kólna. Þeytið hafrarjómann.
Takið aðra skál og þeytið rjómaostinn svo hann mýkist aðeins.
Bætið yacun sírópi og vanillu út í og þeytið þar til það hefur alveg samlagast og er kekkjalaust. Bætið þá 2-3 matskeiðum af kaffi út í og þeytið.
Að lokum bætið þið þeytta hafrarjómanum smám saman út í og þeytið vel þar til kaffikremið er mjúkt og fallegt.
Smakkið til og bætið meira sírópi eða kaffi ef þarf.
Hægt að nota stevíuduft í stað yacun síróps en þá verðið þið að gæta þess að setja ekki of mikið. Annars kemur beiskt bragð. Einnig hægt að nota kókosrjóma í stað hafrarjómans, en áferðin verður aðeins önnur og kókosbragðið nær í gegn.
Samsetning
Hellið afgangnum af kaffinu á stóran disk.
Bleytið fingur eða biscotti í kaffinu og byrjið svo að raða.
Fyrst kemur lag af fingrum eða biscotti, þá kaffikrem, síðan annað lag af fingrum eða biscotti og að lokum kaffikrem. Sigtið kakó yfir.
Þið getið notað frekar lítið glært form eins og á myndinni að ofan, eða falleg glös.
Ath. Það er líka gott að skafa dökkt súkkulaði á milli laga. Og ég er heldur ekkert að banna ykkur að setja smá kaffilíkjör út í kaffið svona spari.
Gleðileg jól 🎅🎄✨
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.