Hráefni
1 egg eða 1 msk möluð chia fræ (annað hvort, ekki hvort tveggja)
2 bollar möndlumjöl (fínmalað ef það er til)
1/2 bolli tapioka
1/2 bolli hrísmjöl (fínmalað ef það er til)
2 msk kókosolía
25 g vegan smjör (kubbur frá Naturli)
12 dropar súkkulaði- eða karamellustevía, frá Good Good
1 tsk kanill, frá Kryddhúsinu
2 tsk engifer, frá Kryddhúsinu
1 tsk negull, frá Kryddhúsinu
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1/2 bolli vatn
Aðferð
Forhitið ofninn í 170°C
Bræðið kókosolíu og vegan smjör saman í potti við vægan hita. Þegar það hefur samlagast er sætuefni og krydd hrært saman við. Ef þið notið chia fræ, dreifið þeim þá yfir blönduna, hrærið vel saman og látið bíða í 5 mínútur.
Sigtið saman möndlumjöl, tapíoka, hrísmjöl og matarsóda í skál, saltið og blandið svo vel saman.
Þegar blandan í pottinum hefur kólnað er hún sett saman við þurrefnin í skálinni og hendurnar notaðar til að blanda og hnoða saman á sama hátt og þegar hefðbundið smjördeig er gert. Ef þið notið egg en ekki chia fræ er eggið sett út í áður en þið byrjið að hnoða saman deigið. Bætið vatni út í eftir þörfum, en setjið lítið í einu. Að hnoða þetta deig saman er erfiðara en þegar um venjulegt smákökudeig er að ræða, sérstaklega þegar notuð eru chiafræ.
Kælið deigið í ísskáp í a.m.k. hálftíma áður en þið bakið úr því.
Ef notað er egg er hægt að fletja deigið út og stinga út kökur, en þegar notuð eru er chia fræ er það ansi erfitt. Þá er hentugra að skera það í sneiðar.
Raðið á plötu með bökunarpappír og bakið við 170 gráður í 16-18 mínútur. Kælið á rist.
Uppskriftin er unnin í samstarfi við Kryddhúsið og Good Good.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.