Hráefni
2-3 gulrætur
1 sellerí stilkur
1 laukur
300 g blómkál
150 g spergilkál
1 chilli
3 hvítlauksgeirar
1 msk engifer, saxað
1 grænmetisteningur, glúten- og sykurlaus (t.d. Kallø)
2 l vatn
1 – 2 msk næringarger
kóríander, eftir smekk
ólífuolía til steikingar
salt og svartur pipar
Aðferð
Skerið gulrætur, sellerí og chilli í sneiðar og afhýðið og saxið lauk, hvítlauk, engifer. Grófsaxið kóríander.
Skiptið rúmlega helmingnum af blómkálinu í kvisti og rífið restina niður í grjón með grófasta rifjárninu. Það er líka hægt að kaupa blómkálsgrjón í búðum, svo ef þið eigið slík í skápnum ná nota þau. Skiptið spergilkálinu líka niður í kvisti.
Hitið olíu í potti og veltið gulrótum, selleríi og lauk upp úr henni í nokkra stund eða þar til laukurinn er orðinn alveg glær. Næst fara svo hvítlaukur, chilli og engifer út í pottinn. Kryddið með smá salti og vel af svōrtum pipar.
Áður en hvítlaukurinn fer að brúnast hellið þið vatninu út í pottinn og setjið grænmetisteninginn út í.
Þegar suðan er komin upp eru blómkáls- og spergilkálskvistirnir settir saman við og látið sjóða í 15 mínútur.
Takið pottinn af hellunni og blandið næringargerinu, blómkálsgrjónunum og kóríander saman við súpuna.
Það má nota aðrar kryddjurtir en kóríander og svo er þetta nú hálfgerð naglasúpa svo endilega notið það grænmeti sem þig eigið. Það má alveg sleppa chilli ef meltingin ykkar þolir það illa.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.