Hráefni
4 eggjahvítur
4 msk stevíuduft
1 tsk cream of tartar
1/2 tsk ekta vanilluduft
1/4 bolli möndlur
40 g dökkt súkkulaði
Aðferð
Forhitið ofninn í 90-100 gráður.
Fínsaxið möndlurnar og súkkulaðið.
Þeytið eggjahvíturnar þar til þær verða hvítar. Stevíudufti og cream of tartar blandað saman við og þeytt á töluverðum hraða þar til blandan hagar sér nokkurn veginn eins og hefðbundinn marens. Vanilluduftið sett saman við undir lokin og möndlum og súkkulaði blandað varlega saman við með sleikju.
Mótið 6 kringlóttar kökur á plötu sem hefur verið klædd með smjörpappír. Bakið í klukkustund og látið síðan kólna í ofninum.
Þegar marenskökurnar eru orðnar vel kaldar og þurrar eru þær skreyttar með þeyttum kókosrjóma, nektarínubitum og granateplakjörnum. Nú eða hverju sem ykkur dettur í hug.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.