Svaladrykkur úr vatnsmelónu og myntu

Innihald

1/2 vatnsmelóna

20 myntulauf (eða eftir smekk)

1/2 límóna, safinn

malaður svartur pipar (má sleppa)

8 ísmolar

Mynta úr gróðurhúsinu

Aðferð

Skerið melónuna í tvennt og skafið kjötið úr öðrum helmingnum í blandara. Óþarfi að hreinsa steinana úr.

Setjið myndulaufin og límónusafann út í – og smávegis svartann pipar ef vill. Látið blandarann ganga í u.þ.b. mínútu.

Setjið ísmolana í tvö glös, hellið úr blandaranum yfir, og skreytið með myntu.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.