Súkkulaðikaka með saltkaramellu- eða súkkulaðikremi

Ég á afmæli á morgun, svo mér fannst við hæfi að gefa ykkur uppskrift að afmæliskökunni minni. Bæði hægt að baka hana sem lagköku og muffins. Ég er suddalega ánægð með hana 🙂

Hráefni

1 chia egg (1 msk chia fræ og 1 og 1/2 msk vatn)

1/4 bolli möndlumjólk og 2 msk eplaedik

1 msk olía
2 msk steviuduft, frá Good Good
3/4 tsk sjávarsalt
1 tsk hreint vanilluduft, frá Rapunzel

2 tsk matarsódi
2 tsk vínsteinslyftiduft         

1 bolli kjúklingabaunamjöl
1 bolli möndlumjöl
1/2 bolli tapioka
1/2 bolli hrísmjöl

1-2 msk kakó (magn eftir smekk)

1 bolli möndlumjólk

1/2 bolli saxaðar valhnetur og möndlur, frá Rapunzel

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Rapunzel og Good Good.

Aðferð

Hitið ofninn í 170 gráður.

Setjið chia fræ og vatn í stóra skál, hrærið saman og látið bíða í fimm mínútur.

Setjið eplaedikið út í 1/4 bolla af möndlumjólk og látið líka bíða í fimm mínútur.

Saxið hneturnar.

Blandið þurrefnunum; möndlumjöli, kjúklingabaunamjöli, hrísmjöli, tapioka og lyftiefnunum saman í aðra skál.

Hrærið olíunni saman við chia eggið og síðan stevíu og vanillu. Hellið ediks- og möndlumjólkurblöndunni út í og hrærið vel saman. 

Blandið bollanum af möndlumjólk saman við og síðan þurrefnunum. Hrærið vel saman með sleif þar til deigið hangir saman og er ekki kekkjótt. Hrærið að lokum hneturnar saman við.

Bakið í hringlaga smelluformi í u.þ.b. 35 mínútur eða í möffins formum í u.þ.b. 25 mínútur.

Látið kólna áður en skreytt er með kreminu.

Súkkulaðikrem

Hráefni

40 g 85% súkkulaði

25 g vegan smjör, kubbur frá Naturli

1 tsk, hreint vanilluduft, frá Rapunzel

örl. salt 

10 dropar stevía, frá Good Good

Aðferð

Bræðið saman vegan smjör og súkkulaði við lágan hita. 

Blandið vanilludufti, salti og stevíu saman við.

Setjið á kökuna eða muffinsin og skreytið með hnetukurli, eða hverju sem ykkur dettur í hug.

 

Krem með saltkaramellu bragði

Hráefni

30 g vegan smjör, kubbur frá Naturli

3 msk heslihnetu- & möndlusmjör

2 msk yacon síróp

1 tsk vanilla 

1/2 tsk salt

Aðferð

Bræðið  vegan smjörið og heslihnetu- & möndlusmjörið saman við lágan hita og saltið í lokin. Kælið. Athugið að það er mjög mikilvægt að blandan hafi kólnað áður en sírópið er sett saman við, því annars kristallast það og verður að sykri.

Hrærið yacon sírópi og vanillu saman við þar til allt hefur samlagast.

Setjið strax á bakkelsið og skreytið með hnetukurli eða hverju sem ykkur dettur í hug. 

 

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Rapunzel og Good Good.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.