Steikt grænmeti og pasta með avocado sósu

Hráefni

250 g hrísgrjónapasta, frá Rapunzel

200 g romanesco, líka hægt að nota t.d. blómkál eða spergilkál

4 hvítlauksgeirar

1 rauður chilli

3 msk vegan smjör, kubbur frá Naturli

1 dl vatnið af pastanu

salt og svartur pipar

ólífuolía, til steikingar

Aðferð

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.

Hreinsið og saxið hvítlauk og chilli og skerið grænmetið í bita.

Steikið í smástund á snarpheitri pönnu. Setjið smjörið og vatnið af pastanu út í og látið sjóða aðeins niður. Blandið að lokum pastanu saman við. 

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Rapunzel og Kryddhúsið.

Avocado sósa

Hráefni

1 – 1 og 1/2 avocado, eftir stærð

3 msk ólífuolía

3 msk sítrónusafi, eða límónu

1/4 – 1/2 bolli möndlumjólk, magn fer eftir því hve þykka þið viljið hafa hana

1 hvítlauksrif

1/2 – 1 tsk chilli flögur, frá Kryddhúsinu

lófafylli ferskt kóríander, eða ykkar uppáhalds kryddjurt

salt og svartur pipar

Aðferð

Afhýðið avokadoið og skerið í bita. Kreistið safann úr sítrónunni og hreinsið og sneiðið hvítlaukinn gróft.

Setjið allt í matvinnsluvél eða blandara og blandið þar til sósan er silkimjúk. 

Setjið pasta- og grænmetisblönduna á disk og avocado sósuna yfir.

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Rapunzel og Kryddhúsið.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.