Hráefni
200 g soba núðlur
Soð:
30 g saxaður vorlaukur, græni hlutinn
1 jalapeño, ferskur
1 rauður chilli
2 msk smátt skorið kóríander, með stilkum (má sleppa)
6 hvítlauksgeirar
100 g saxaður engifer
1 laukur
1 msk sesamolía
6 dl grænmetissoð
1/2 sítróna, safinn
salt og svartur pipar
Grænmeti
100 g gulrætur
100 g hvítkál
100 g pak choi mini
50 g sykurbaunir
50 g mung bauna spírur
Annað
2 msk sesamolía
2 msk sesam fræ
2 radísur (má sleppa)
salt og svartur pipar
Aðferð
Soba núðlur eru bókhveitinúðlur. Best er að byrja á að sjóða þær, snöggkæla í köldu vatni og sigta. Suðutímann finnið þið á umbúðunum, en gætið þess að sjóða þær í miklu vatni og fylgjast vel með suðunni svo þær verði ekki ofsoðnar og maukkenndar.
Saxið allt grænmeti sem þarf að saxa; vorlauk, jalapeño, kóríander, chilli, engifer, lauk, gulrætur og hvítkál. Sjá myndir.
Þá er komið að því að búa til soðið. Hitið sesamolíuna í stórum potti eða pönnu og þegar hún er orðin vel heit er vorlaukur, laukur, hvítlaukur, engifer, chilli og jalapeño látið krauma í olíunni í 1-2 mínútur. Grænmetissoði og sítrónusafa bætt í pönnuna og látið malla í 3-5 mínútur. Kryddið með smá salti og svörtum pipar. Setjið kóríander út undir lok suðunnar.
Steikið grænmetið aðeins í sesamolíu á heitri pönnu, fyrst gulrætur, svo er hvítkáli bætt út í og síðast baunum, spírum og pak choi. Kryddið með smá salti og svörtum pipar. Dreifið sesamfræunum yfir undir lok steikingar.
Setjið núðlurnar í pönnuna og hellið soðinu út á. Blandið varlega saman og færið upp á diska. Skreytið með spírum og þunnt sneiddum radísum.
Uppskriftin er unnin í samstarfi við Ecospíra.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.