Smálúða med dilli, capers, sítrónu og hvítlauk 

Hráefni

400 g smálúða

2 msk saxað dill

2 msk capers

3 hvítlauksgeirar

1/2 – 1 sítróna (og meira til að skera í báta og bera fram með)

salt og svartur pipar

25 g vegan smjör, kubbur frá Naturli

ólífuolía 

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Hafið.

Aðferð

Hreinsið hvítlaukinn og saxið hann og dillið. Snyrtið fiskinn ef þarf og þerrið. Skerið flökin í hæfilega bita og kryddið. 

Hitið olíuna á pönnu og þegar hún er orðin snarpheit er fiskurinn settur á pönnuna og steiktur í 2-3 mínútur. Fer eftir þykkt. Því næst fer hvítlaukur, capers og dill á pönnuna. Fisknum snúið og pannan tekin til hliðar augnabliki síðar, smálúðuflökin eru svo þunn og mikilvægt að steikja fiskinn ekki of lengi. 

Færið fiskinn upp á fat og setjið pönnuna í smá stund á eldavélarhelluna aftur. Setjið smjörið út á pönnuna og kreistið safa úr hálfri sítrónu. Þegar smjörið er bráðið er gott að hræra aðeins í þessu og ausa svo yfir fiskinn. 

Gott að hafa hrísgrjón, sítrónu og grænt salat með.

Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Hafið.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.