Hráefni
2 bollar möndlumjöl
1/2 bolli tapioka
1/2 bolli hrísmjöl
2 msk brædd kókosolía
25 g vegan smjör, kubbur frá Naturli
1 egg, eða eða 1 chia egg (1 msk möluð chiafræ og 2 msk vatn)
1/2 hrein vanilla, frá Rapunzel
1/2 tsk salt
2-3 msk vatn, eða bleksterkt kaffi (ég nota koffínlaust)
Aðferð
Forhitið ofninn í 170°C
Bræðið kókosolíuna og látið hana kólna aðeins.
Sigtið saman möndlumjöl, tapíoka og hrísmjöl í skál. Setjið vanillu og salt saman við og blandið svo vel saman.
Síðan kemur kókosolían og þegar þið eruð búnar að píska hana saman við er deigið eins og grófur sandur.
Að síðustu eru egg (eða chia egg sem beðið hefur í 5 mínútur) og vegan smjör í litlum bitum sett út í og þá er best að nota hendurnar til að blanda og hnoða saman á sama hátt og þegar hefðbundið bökudeig er gert. Þetta er erfiðara en þegar um smjördeig er að ræða og það þarf að bæta vatni (eða kaffi) út í í lokin.
Fletjið deigið út með kökukefli. Það er mun erfiðara en að að fletja út venjulegt deig með glúteni og best að fletja bara út lítinn hluta í einu. Hægt að nota hrísmjöl á sama hátt og hveiti ef deigið klessist við borðið. Stingið út smákökur.
Bakið við 170 gráður í 12-15 mínútur.
Saltkaramella
Hráefni
30 g vegan smjör, kubbur frá Naturli
3 msk heslihnetu- & möndlusmjör
2 msk yacon síróp
1 tsk vanilla
1/2 tsk salt
Aðferð
Bræðið vegan smjörið og heslihnetu- & möndlusmjörið saman við lágan hita og saltið í lokin.
Kælið. Athugið að það er mjög mikilvægt að blandan hafi kólnað áður en sírópið er sett saman við, því annars kristallast það og verður að sykri.
Hrærið yacon sírópi og vanillu saman við þar til allt hefur samlagast.
Afganginn af saltkaramellukreminu er frábært að geyma í krukku og smyrja á eitt og annað, svo sem kökur, ristað brauð, vöfflur og pönnukökur. Líka hægt að nota það sem grunn í alls konar nammibita. Saltkaramellukremið geymist vikum saman í kæli.
Granóla
Hráefni
1/3 bolli pecan hnetur, frá Rapunzel
1/3 bolli kasjú hnetur, frá Rapunzel
1/4 bolli glútenlausir hafrar
1/4 bolli poppað kínúa, frá Rapunzel
10-15 g vegan smjör, mér finnst best að nota kubb frá Naturli
4 dropar karamellu stevía, frá Good Good
1/2 tsk hreint vanilluduft, frá Rapunzel
1/2 tsk ceylon kanill, frá Kryddhúsinu
Aðferð
Saxið pecan hnetur og kasjú hnetur gróft. Skellið þeim á heita pönnu og þurristið þar til þær byrja að taka lit og ilmurinn er indæll. Þá setjið þið hafrana og poppaða kínúað saman við og ristið aðeins áfram.
Að lokum er vegan smjörið sett saman við ásamt vanillu, kanil og stevíu og hrært vel saman. Fínt að leyfa smjörinu að bráðna aðeins á miðri pönnu áður en þið hrærið saman. Kælið.
Skreytið nú kökurnar með saltkaramellu og granóla. Eða gerið samlokur með saltkaramellu á milli. Líka gott að setja saltkaramellu á smáköku og pecan hnetu ofan á. Leyfið hugmyndafluginu að ráða.
Þessar er svo ljómandi gott að eiga í frysti. Þær geimast þó vel ófrystar líka.
Uppskriftin er gerð í samstarfi við Rapunzel og Good Good.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.