Hráefni
500 g seljurót
300 g blómkál
200 g kartōflur
1/2 laukur
5-7 hvítlauksgeirar
2 msk estragon/tarragon
salt og svartur pipar
ólífuolía, til steikingar
1/2 l möndlumjólk
1 l vatn
1 peli hafrarjómi, frá Oatly
1 msk næringarger
spírur, heimatilbúin kryddolía og/eða fræ
Aðferð
Hreinsið og skerið grænmeti, lauk og hvítlauk gróft.
Steikið aðeins í stórum potti.
Hellið möndlumjólk, vatni, hafrarjóma og kryddi saman við og eftir að suðan kemur upp er súpan látin malla í 40 mínútur. Setjið næringargerið saman við í lokin.
Maukið með töfrasprota. Smakkið til og bætið meira kryddi ef þarf. Ef þið viljið ennþá mýkri áferð er hægt að hella súpunni í blandara og láta hann ganga þar til hún verður silkimjúk.
Gott að setja pínu basilíku- eða kóríanderolíu út á og spírur eða fræ.
Fyrir ykkur sem ekki borðið kartöflur er vert að taka fram að súpan er ágæt án þeirra líka. Þá setjið þið bara meira af seljurótinni og blómkálinu.
Uppskriftin er unnin í samstarfi við Ecospíra og Oatly.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.