Hráefni
Botn
1 og 1/4 bolli kasjú hnetur
8 döðlur
2 msk kókosolía, brædd
1/2 bolli möndlumjöl
1/4 bolli kókoshveiti
Saltkaramella
6 msk möndlu- og heslihnetusmjör, frá Monki
50 g vegan smjör, kubbur frá Naturli
6 msk yacun síróp
1 tsk hrein vanilla
smá salt
1 og 1/2 bolli heslihnetur
45 g 85% súkkulaði
Aðferð
Botn
Leggið kasjú hneturnar í bleyti daginn áður, eða a.m.k. 4 klukkustundum áður.
Bræðið kókosolíuna.
Setjið sigtið vatnið frá kasjúhnetunum og setjið þær ásamt olíunni og döðlunum í blandara eða matvinnsluvél. Látið ganga þar til deigið er mjúkt.
Blandið möndlumjöli og kókoshveiti vel saman við.
Þrýstið deiginu niður í form með bökunarpappír og kælið meðan þið búið til saltkaramelluna.
Saltkaramella
Bræðið vegan smjör og heslihnetu- & möndlusmjör saman við lágan hita og saltið í lokin.
Kælið. Athugið að það er mjög mikilvægt að blandan hafi kólnað áður en yacun sírópið er sett saman við, því annars kristallast það og verður að sykri.
Saxið heslihneturnar.
Hrærið yacon sírópi og vanillu saman við þar til allt hefur samlagast.
Takið botninn úr frysti og hellið saltkaramellunni yfir.
Því næst koma heslihneturnar, þrýstið þeim niður í saltkaramelluna og setjið síðan formið í frysti í allavega 2 klukkustundir.
Takið formið úr frystinum og látið þiðna aðeins áður en þið skerið í stykki.
Skreytið með bræddu súkkulaði. Sniðugt t.d. að dýfa botninum á bitunum í súkkulaðið og raða á bökunarpappír. Skreyta síðan með frjálsri aðferð.
Líka hægt að skera í litla mola og hjúpa með súkkulaði.
Saltkaramellu með heslihnetum er líka hægt að nota sér. Setja hana í lítil form.
Verði ykkur að góðu!
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.