Hráefni
2 tómatar
1/2 gúrka, eða tvær kokteil gúrkur
1 msk rauðlaukur, saxaður
2 litlir stilkar sellerí, athugið að um er að ræða lífrænt og smágert sellerí
1 msk sítrónusafi
1 msk ólífuolía
4 hvítlauksgeirar
1 msk saxað ferskt kóríander (má sleppa)
1 msk söxuð fersk steinselja
salt og svartur pipar
Aðferð
Skerið tómata og gúrkur í litla teninga. Saxið rauðlauk, hvítlauk og sellerí fínt. Sömuleiðis kóríander og steinselju.
Setjið allt í skál og blandið ólífuolíu og sítrónusafa saman við. Saltið og piprið eftir smekk.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.