Hráefni
400 g tófú
Jurtaolía
Hráefni
300 ml ólífuolía
6 msk ferskar kryddjurtir að eigin vali, saxaðar (ég notaði steinselju, kóríander, basilíku, graslauk og pínu rósmarín)
1 tsk Grænmetisblanda, frá Mabrúka
1 msk capers
1/2 rauðlaukur
2 hvítlauksgeirar
1/2 sítróna, safinn
salt og svartur pipar
Aðferð
Hreinsið og saxið rauðlauk, hvítlauk og kryddjurtir. Setjið allt í blandara og maukið.
Skerið tófú í þunnar sneiðar (1-1½ sm). Makið jurtaolíunni á þær og látið marinerast í a.m.k. 4 klst. Gætið þess að skilja eftir a.m.k 2 msk af jurtaolíunni, en þær fara á kínúað og í tómatsalsað.
Steikið tófúið á grillpönnu þar til það hefur brúnast vel.
Kínúa
Hráefni
200 g kínúa
400 ml vatn
1/2 laukur, smátt saxaður
1 msk Sítrónublanda, frá Mabrúka
1/3 gúrka
3 tómatar
1 msk jurtaolía
salt og svartur pipar
Aðferð
Saxið laukinn smátt. Þvoið kínúað undir rennandi vatni í u.þ.b mínútu.
Steikið lauk og kínúa í stutta stund í stórum potti. Bætið vatninu saman við og látið malla í 15-20 mínútur. Sigtið vatnið frá ef það er ekki allt gufað upp. Blandið Sítrónublöndunni frá Mabrúka saman við.
Fræhreinsið gúrkuna og skerið í litla teninga. Skerið tómatana líka í teninga. Blandið saman við kínúað ásamt 1 msk af jurtaolíu og kryddið með salti og svörtum pipar.
Salsa
Hráefni
4 tómatar
1/4 rauðlaukur
1 msk jurtaolía
1 msk capers
1 msk sítrónusafi
1/2 tsk sítrónubörkur
Aðferð
Rífið börk af sítrónunni og kreistið úr henni safann.
Hreinsið og saxið rauðlaukinn smátt.
Skerið tómatana í frekar litla bita.
Blandið öllu saman.
Komið kínúa, tófú og tómatsalsa fallega fyrir á diski. Gott að hafa grænt salat með þessum rétti.
Uppskriftin er gerð í samstarfi við Mabrúka.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.