Hráefni
2 sætar kartöflur, meðalstórar
1-2 rauðrófur
10 g vegan smjör
salt og svartur pipar
1 avocado
granateplafræ
ristuð fræ, ég notaði sólblóma- og graskersfræ
Nokkur salatblöð og hrökk kex ef vill
Aðferð
Skrælið og sjóðið (eða bakið) bæði sætu kartöflurnar og rauðrófurnar þar til þær eru mjúkar. Athugið að rauðrófurnar þurfa miklu lengri suðu/bakstur. Ekki sjóða í sama potti. Tímalengd fer eftir stærð í báðum tilfellum, þið stingið í með hnífi til að finna út hvort þær séu orðnar nógu mjúkar.
Kælið aðeins.
Maukið sætu kartöflurnar og rauðrófurnar í sitt hvoru lagi. Setjið vegan smjörið í sætu kartöfluna áður en þið maukiið. Bætið svo rauðrófumaukinu saman við sætu kartöflurnar, 1 msk í senn. Ég notað 3 msk, en það er algjört smekksatriði hversu mikið rauðrófubragð þið viljið hafa. Kryddið.
Sætkartöflu- og rauðrófumaukið er sett á disk, avocado ofan á og síðan er hollt, fallegt og gott að dreifa ristuðum fræjum og granateplafræjum yfir.
Gott að borða með salati og hrökkkexi eða brauði.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.