Hráefni
1 dós kjúklingabaunir, lífrænar
1 msk ólífuolía
1 og 1/2 msk hvítlauksduft, frá Mabrúka
1 msk cumin, frá Mabrúka
1/2-1 tsk chilli duft
ögn af salti og mikið af svörtum pipar
EÐA
1 tsk chilli flögur eða chilli duft
1 tsk túrmerik
1/2 tsk cayenne pipar
ögn af salti og mikið af svörtum pipar
Aðferð
Forhitið ofninn í 200°C.
Sigtið vökvann frá kjúklingabaununum.
Setjið þær á hreint stykki eða eldhúspappír og þurrkið.
Olían og kryddið er sett í skál og kjúklingabaununum velt upp úr því.
Setjið á bökunarplötu með bökunarpappír og bakið þar til kjúklingabaunirnar eru stökkar og gullinbrúnar. Í mínum ofni tekur þetta u.þ.b. hálftíma, en það er mjög misjafnt eftir ofnum. Sé að víða á netinu er mælt með 40-45 mínútum, en þá eru mínar löngu brunnar. Gott að hrista aðeins plötuna þegar helmingurinn af tímanum er liðinn og svo er um að gera að fylgjast bara vel með.
Ef þær eru of stutt verða þær ekki nógu stökkar. Ef þið lendið í því er hægt að skella þeim í ofninn aftur, jafnvel þó þær hafi verið utan ofns í meira en klukkutíma. Ég prófaði og það virkaði.
Hægt að leika sér með kryddin og nota einfaldlega þau krydd sem ykkur finnst góð.
Ristaðar kjúklingabaunir eru t.d. góðar sem snakk og út á salöt.
Uppskriftin er gerð í samstarfi við Mabrúka.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.