Rækjukokteill með vegan kokteilsósu

Með gamaldags rækjukokteil í nýjum búningi sendi ég ykkur bestu óskir um Gleðilegt nýtt ár!  Kærar þakkir fyrir góð samskipti á árinu sem er að líða!

Hráefni

200 g rækjur

nokkur salatblöð

2 tómatar

1/2 sítróna

smá steinselja

vegan kokteilsósa

Aðferð

Skerið tómatana í smáa bita.

Raðið salatblöðum í botninn á glasi eða skál og kreistið smá sítrónusafa yfir. 

Setjið rækjurnar og tómatbitana ofan á og kreistið smá sítrónusafa yfir þær líka. Skiljið nokkra tómatbita eftir til að skreyta með. 

Dreifið vel af kokteilsósu yfir.

Skreytið með tómatbitum og jafnvel líka steinselju og sítrónusneiðum.

Vegan kokteilsósa 

Hráefni

200 g ólífuolía

100 g möndlumjólk, án sætu- og þykkingarefna

2 tsk sítrónusafi eða eplaedik

2-3 msk tómatpúrra, lífræn og án sykurs og aukaefna

1/2 tsk chilli duft (ég nota samt meira og stundum pínu cayenne pipar líka)

salt og svartur pipar

Aðferð

Setjið allt nema tómatpúrruna í könnu, eða aflangt djúpt ílát, og notið töfrasprota til að blanda saman. Það þarf að vera gert eins og myndbandið sýnir.

Athugið að þetta virkar ekki eins vel ef möndlumjólkin inniheldur önnur hráefni en möndlur, vatn og salt. Aðrar tegundir af jurtamjólk sem ég hef prófað virka ekki heldur í þessu samhengi og ekki extra virgin ólífuolía heldur. Hrærið tómatpúrruna saman við og smakkið til. Mjög misjafn smekkur á því hversu mikið krydduð kolteilsósa á að vera.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.