Rabbarbaramauk

Hráefni

1 bolli niðurskorinn rabbarbari

1 msk chiafræ

1-2 msk vatn

5 niðurskorin jarðarber

Aðferð

Sjóðið allt saman í u.þ.b. 5 mínútur í litlum skaftpotti, eða þar til rabbarbarinn er orðinn mjúkur en margir af bitunum haldast í forminu. Þetta er annars smekksatriði. Má sjóða alveg í mauk líka. Það má sleppa jarðarberjunum og nota 1 msk af stevíudufti eða 10 stevíudropa í staðinn.

Rabbarbaramaukið má nota á ýmsa vegu. Sérstaklega gott á bökur til dæmis. Nú eða hrákökur með kókos- eða hafrarjóma. Svo er það líka gott ofan á brauð eða sem meðlæti með ýmsum réttum. Á svipaðan hátt og venjuleg rabbarbarasulta.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.