Plokkfiskur

Hráefni

300 g soðinn, hvítur fiskur (400 g ósoðinn)

200 g soðnar kartöflur (skornar í bita)

1 lítill laukur, skorinn í teninga 

1 tsk tapioka

3,5 dl möndlumjólk 

30 g tapioka

1/2 dl vatn

20 g vegan smjör (Naturli, kubbur) 

1 tsk indversk karrýblanda

1/2 tsk svartur pipar

1/2 tsk sítrónupipar

1/2 tsk fjórar árstíðir pipar

svolítið salt 

ólífuolía til steikingar

Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Kryddhúsið, Einstaka matvöru og VAXA.

Aðferð

Hrærið 3o g af tapioka út í vatninu, það á að vera eins og þykk leðja. 

Hitið möndlumjólkina og hellið tapiokablöndunni saman við. Látið sjóða þar til blandan er mjög þykk. Gætið þess að hræra í allan tímann.

Steikið laukinn í ólífuolíu. Setjið karríið út ásamt 1 tsk af tapioka og veltið lauknum upp úr. Bætið kartöflum út í og blandið vel saman. 

Því næst er möndlumjólkurblandan hrærð saman við og svo fiskurinn.

Kryddið og hrærið vegan smjörinu varlega saman við. 

Ef ykkur finnst blandan of þykk má blanda örlítilli mjöndlumjólk saman við, en ef hún er of þunn má blanda svolitlu tapioka út í.

Gott að bera fram með glútenlausu brauði frá Living Seedful og grænu salati.

Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Kryddhúsið, Einstaka matvöru sem flytja inn brauðið og VAXA.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.