Hráefni
300 g vatn
200 g ósæt möndlumjólk, eða haframjólk
30 g husk
5 g ólífuolía
30 g sesamfræ
100 g möndlumjöl
50 g cassava mjöl
50 g teff mjöl
70 g hafragrjón, glútenfrí
10 g vínsteinslyftiduft
10 g matarsódi
30 g fræ að eigin vali, ég nota sólblómafræ og graskersfræ
salt og svartur pipar eftir smekk
1 msk eplaedik
sesamfræ til skreytingar

Aðferð
Setjið vatn og plöntumjólk í hrærivélarskál og hrærið huskið saman við. Látið bíða í a.m.k. 5 mínútur meðan huskið dregur vökvann í sig.

Blandið olíu, lyftiefnum, mjöli, fræjum og kryddi saman við og hrærið þar til allt hefur samlagast vel. Látið deigið bíða í a.m.k. 15 mínútur meðan þurrefnin draga vökvann í sig. Má vera lengur. Blandið að lokum eplaedikinu út í og hrærið saman. Mjög varlega og stutt, bara rétt þannig að það blandist saman við. Það þarf samt að passa að það blandist alveg saman við því annars koma smá blöðrur á bollurnar sem eru dekkri. Ekkert alvarlegt en bara svo þið vitið hvað er í gangi. Maður kemst upp á lagið með að hræra passlega mikið.

Mótið bollurnar og setjið á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Mér finnst best að nota ísskeið með fjöður til að móta bollurnar og dýfa henni í kalt vatn annað slagið.
Skreytið með sesamfræjum.

Bakið bollurnar við 180 gráður í ca. 50 mínútur.
Mjög þægilegt að eiga þessar bollur í frysti.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.