Muffins með pecan hnetum og súkkulaði

Hráefni

2 chia egg (2 msk chia fræ og 4 og 1/2 msk vatn)

1/4 bolli möndlumjólk

2 msk eplaedik 

1 msk olía

2 msk steviuduft

10 monk fruit dropar

1/2 tsk sjávarsalt

2 tsk vanilla

2 tsk matarsódi

1 tsk vínsteinslyftiduft

1 bolli kjúklingabaunamjöl

1 bolli möndlumjöl

1/2 bolli tapioka

1/2 bolli hrísmjöl

1 bolli möndlumjólk

1/2 bolli pecan hnetur

40 g dökkt súkkulaði

 

Aðferð

Hitið ofninn í 180 gráður. 

Setjið chia fræ og vatn í stóra skál, hrærið saman og látið bíða í fimm mínútur. 

Setjið eplaedikið út í 1/4 bolla af möndlumjólk og látið líka bíða í fimm mínútur.

Saxið pecan hneturnar og súkkulaðið.

Blandið þurrefnunum; möndlumjöli, kjúklingabaunamjöli, hrísmjöli og tapioka saman í aðra skál.

Hrærið olíunni saman við chia eggið og síðan sætuefnunum og vanillunni. Hellið ediks- og möndlumjólkurblöndunni út í og hrærið vel saman. Því næst eru lyftiefnin hrærð saman við og athugið að þá freyðir blandan. Þannig á það að vera. 

Blandið þurrefnunum saman við og bollanum af möndlumjólk. Hrærið vel saman með sleif þar til deigið hangir saman og er án kekkja. Hrærið að lokum hneturnar og súkkulaðið saman við.

Bakið í muffins formum í 25 mínútur.  

Ofan á

1/3 bolli vatn

2 msk stevíu duft

1 tsk vanilla

2 tsk örvarrót

Hitið vatnið og stevíuna saman í potti. Þegar stevían hefur leyst upp er vanillan sett saman við og síðan örvarrótin. Hitað að suðu við lágan hita, og hrært stöðugt í á meðan. Blandan þykknar aðeins og er sett ofan á muffins-kökurnar um leið og þær koma út úr ofninum. Hægt að skreyta með pecan hnetu. Má þrýsta henni í deigið áður enbakað er, en líka hægt að setja þær ofan á þegar þau koma úr ofninum.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.