Möndlu og kókos hrákaka

Möndlu og kókos hrákaka

Hráefni

1 bolli möndlur (lagðar í bleyti yfir nótt, eða í 2 klst. ef þið eruð að flýta ykkur)

1  bolli kasjú hnetur

100 g dökkt súkkulaði (ég nota 100%, en hef stundum helminginn 85%)

1/2 bolli glúteinlaus hafragrjón

1/2 bolli kókosflögur

5-6 döðlur

3/4 bolli möndlumjólk

1/2 tsk  vanilla

smá  sjávarsalt

Möndlu og kókos hrákaka

Aðferð

Kurlið möndlur og hnetur í matvinnsluvél og setjið þær í stóra skál. Saxið súkkulaðið fínt í matvinnsluvélinni og látið út í. Síðan fara hafragrjónin og kókosflögurnar saman við. Það er gott að þurrrista kókosflögurnar áður, en ekki nauðsynlegt. Setjið döðlurnar, möndlumjólkina, vanillu og salt í matvinnsluvélina og maukið.

Döðlumaukið fer í skálina með þurrefnunum. Blandið öllu vel saman með sleikju eða höndunum. Þynnið pínu með möndlumjólk ef þarf. Deigið er sett í hringlaga kökuform, eða mörg lítil og slétt vel úr. Sett inn í frysti í a.m.k. klukkutíma.

Ofan á er gott að hafa þeyttan kókosrjóma og skreyta með uppáhalds berjum og ávöxtum.

Möndlu og kókos hrákaka

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.