
Hráefni
70 g 85-100% súkkulaði
2 litlar fernur hafrarjómi, frá Oatly, þar af 3/4 bolli óþeyttur og afgangurinn þeyttur.
2 msk sterkt kaffi, ég nota koffínlaust
1 tsk hrein vanilla
4-6 dropar stevía með karamellubragði
pínu salt

Aðferð
Saxið súkkulaðið.
Búið til kaffi.
Setjið 3/4 bolla af þeytirjómanum í pott og hitið á vægum hita að suðu. Þá er komið að því að þeyta hafrarjómann. Þeytið það sem eftir er úr fernunni ásamt öllu úr hinni fernunni.
Setjið saxaða súkkulaðið í stóra glerskál og hellið heitum hafrarjómanum yfir. Pískið stöðugt þar til súkkulaðið hefur bráðnað í rjómanum og blandan er kekkjalaus og glansandi. Pískið þá kaffið saman við, sem og stevíu, vanillu og salt.
Kælið í ísskáp í u.þ.b. hálftíma.

Þeytið þá 2-3 bolla af þeyttum hafrarjóma saman við. Mér finnst best að nota handþeytara og passið að setja bara u.þ.b. hálfan bolla saman við í einu. Það er smekksatriði hvað fólk vill hafa músina þétta. Bætið í þeyttum rjóma ef ykkur finnst hún of dökk og þétt.
Gott að bera fram með þeyttum hafra- eða kókosrjóma, berjum, ávöxtum, granóla, þurrkuðum hindberjum og/eða söxuðu súkkulaði.
Mjög gaman að nú sé hægt að kaupa þurrkuð hindber. Þau fást í verslun sem heitir Salt og er við Ármúla.
Mokkamús er líka ljómandi góð ofan á hrákökubotn.
Músin geymist vel í ísskáp í nokkra daga.
Uppskriftin er gerð í samstarfi við Oatly.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.