Hráefni
botn
50 g dökkt súkkulaði. Ég nota 100%
2 msk kakósmjör
1 tsk kókosolía
1 bolli blanda af kasjú- og pecan hnetum
2 msk sesamfræ
10 dropar stevía með karamellubragði
fylling
1 dós eða ferna kókosmjólk (ekki þunn til drykkjar)
2 msk heslihnetu- og möndlusmjörsblanda frá Monki
1 msk vatn
1/2 tsk agar agar duft
svolítið salt
1 mangó
Aðferð
Brytjið mangóið niður í smáa bita. Fínmalið hneturnar.
Bræðið súkkulaði, kókosolíu og kakósmjör yfir vatnsbaði.
Blandið stevíu, hnetum og sesamfræjum saman við súkkulaði blönduna. Á að vera þykkt.
Þrýstið þunnu lagi af blöndunni í 3-4 lítil kökuform, eða eitt stærra, og frystið í u.þ.b. 15 mínútur.
Leyfið agar-agar duftinu að liggja í korter í vatninu. Setjið kókosrjómann í pott, ég nota allt úr fernunni, bæði þykka og þunna hlutann. Blandið heslihnetu- möndlusmjöri og salti út í. Hrærið vel saman. Hitið að suðu og bætið þá agar agar blöndunni út í. Látið malla við vægan hita í 3 mínútur. Kælið, en hrærið reglulega upp í blöndunni svo hún hlaupi ekki í kekki.
Blandan er svo sett ofan á súkkulaðibotnana og látin stífna. Þegar hún hefur stífnað er kakan/kökurnar losuð varlega úr forminu og saxað mangó sett ofan á.
Skreytt með myntu ef vill.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.