Hráefni
1 bolli Froosh, með mangó og appelsínubragði
1 og 1/2 bolli vatn
2 tsk agar agar duft
1/2 tsk hrein vanilla
4-5 dropar karamellu-stevía, frá Good Good
1/2 mangó, ferskt
Aðferð
Skerið mangókjötið í litla bita.
Setjið vatn, Froosh og agar agar í pott og látið suðuna koma upp. Lögurinn er látinn malla í 5 mínútur og hrært í þannig að agar agar duftið festist ekki við botninn. Um að gera að vera ekki með neitt offors, bara hræra varlega í vökvanum mestan hluta tímans.
Bætið vanillu og stevíudropunum í undir lokin.
Komið mangóbitunum fyrir í litlum mótum, eða einu stóru, og hellið blöndunni varlega yfir.
Kælið í ískáp.
Látið hlaupið bíða í a.m.k. sólarhring áður en þið berið það fram. Það er svo merkilegt að þessi eftirréttur batnar bara næstu daga eftir að hann er gerður. Áferðin verður betri og hlaupið bragðmeira. Geymist ágætlega í viku.
Hlutfall milli vatns og Froosh er smekksatriði. Eftir því sem meira er af ávaxtasafanum því sætara og bragðmeira verður hlaupið. Þið getið stillt það af eftir því sem ykkur líkar best. Sama má segja um agar agar, ef sett er aðeins meira verður það stífara. Einhverjum kynni að þykja það betra.
Ég hef líka prófað að gera rabbarbara- og jarðarberjahlaup. Sú uppskrift kemur inn síðar.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.