Magga Mangó

Óáfengir kokteilar í fallegum glösum gleðja mig. Nú ef ykkur langar frekar í áfengan er ekki bannað skvetta smá gin eða vodka út í þennan. Ég hef nú aldrei vaxið upp úr að leika mér að matnum svo í þetta skipti skreytti ég drykkinn að gamni mínu með ætum blómum frá Granólabarnum.

Það besta við Möggu mangó er þó hvað hún er næringarrík. Mangó inniheldur fjölda vítamína, steinefna og andoxunarefna. Kókosvatn inniheldur líka steinefni og andoxunarefni og sama má segja um límónu og ástríðuávöxt, sem auk þess er trefjaríkur.

Þess má svo geta að drykkurinn er nefndur í höfuðið á Möggu Blöndal, vinkonu minni frá barnæsku, sem hefur að öðrum ólöstuðum verið iðnust við að prófa uppskriftirnar mínar.

Hráefni

150 g mangó, ferskt eða frosið

200 dl kókosvatn

1 ástríðuávöxtur, innihaldið

1 límóna

4 dropar karamellustevía, frá Good Good, ef vill

æt blóm frá Granólabarnum, ef vill

Aðferð

Afhýðið mangó og skerið í bita, nú eða notið mangó sem er selt í bitum og tilbúið til notkunar. Setjið í blandara.

Skerið ástríðuávöxtinn í tvennt og skafið ávaxtakjötið úr honum út í blandarann. 

Skerið límónuna í tvennt og annan helminginn í sneiðar, en kreistið safann úr hinum helmingnum í blandarann. 

Hellið kókosvatninu saman við og látið blandarann ganga þar til allt hefur samlagast vel. 

ATH. Ef þið viljið hafa drykkinn þynnri er hægt að nota meira kókosvatn, en minnka magnið ef þið viljið þykkari drykk. Bætið karamellustevíu frá Good Good út í hann ef ykkur finnst drykkurinn of súr.

Hellið í staup eða glas og skreytið með límónusneið og ætum blómum, eða hverju sem ykkur dettur í hug. 

Nú ef þið viljið finna á ykkur er alveg hægt að setja út í drykkinn skvettu af gini eða vodka. Skál! 🥂

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.