Hráefni
Botn
1 bolli kasjúhnetur
1 bolli heslihnetur
1/2 bolli glútenlaus hafragrjón
3 msk vegan smjör, frá Naturli
Límónumús
1/4 bolli límónusafi, 3-4 límónur
2 kúfaðar tsk límónubörkur, fínt rifinn
1 pk silken tofu (300 g)
1 bolli hafrarjómi, þeyttur (má líka nota þykka hlutann af kókosmjólk)
2 msk stevíuduft, frá Good Good
1/2 tsk hrein vanilla
Aðferð
Botn
Bræðið vegan smjör og kælið aðeins.
Setjið hneturnar í blandara og saxið mjög fínt. Nánast þannig að þær séu eins og mauk. Það er þó smekksatriði.
Hnetublandan, glútenlausa haframjölið og vegan smjörið er sett í skál og blandað vel saman.
Þrýstið blöndunni í botninn og upp með hliðunum á stóru formi eða nokkrum litlum.
Límónumús
Sigtið vökvann frá silken tofu-inu.
Rífið börkinn af límónunum og kreistið úr þeim safann.
Þeytið hafrarjómann. Setjið vanilluduftið saman við hann áður en þið þeytið. Ég á oft afgang af þeyttum hafrarjóma og nota hann þá.
Setjið silken tofu í matvinnsluvél eða blandara og látið tækið ganga þar til tofu-ið er mjúkt. Bætið þá límónusafa, berki og stevíudufti saman við og blandið. Bætið að lokum þeytta hafrarjómanum út í og látið ganga þar til blandan er silkimjúk. Stoppið einu sinni eða tvisvar til að skafa hliðarnar með sleikju. Þið getið smakkað til að athuga hversu sæta þið viljið hafa blönduna. Smekkurinn er svo misjafn.
Hellið blöndunni í formin og kælið í ísskáp í a.m.k. 4 klukkustundir. Bakan er reyndar enn betri daginn eftir og geymist vel í ískkáp í nokkra daga.
Athugið að það er ekki nauðsynlegt að nota kasjúhnetur og heslihnetur, þið getið notað þær hnetur sem ykkur líkar best við.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.