Hráefni
400 g lax eða bleikja, helst villt
2 sítrónur
dill, magnið skiptir ekki öllu, en það þarf að vera nóg til að þekja botn á eldföstu móti.
2 msk capers
3 msk vatn
sjávar salt
svartur pipar
ólífuolía
Aðferð
Hitið ofninn í 180 gráður.
Roð- og beinhreinsið fiskinn og skerið í 3-4 bita.
Þvoið sítrónurnar og skerið í sneiðar.
Smyrjið eldfast form með olíu. Ekki vera sparsöm á hana. Þekkið botninn á forminu með dilli og sítrónusneiðum.
Þerrið fiskinn, smyrjið hann með olíu og kryddið með salti og svörtum pipar. Leggið hann ofan á dillið og sítrónusneiðarnar. Dreifið kapers yfir og setjið vatn í formið.
Bakið í ofni við 180 gráður í 15-20 mínútur.
Með fiskinum er gott að bera fram grænt salat og mikið af spergilkáli sem búið er að velta aðeins upp úr olíu á heitri pönnu. Ég er mjög hrifin af beisku bragði, en ef þið eruð ekki sama sinnis er hægt að sleppa því að setja sítrónurnar á matardiskinn.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.