Kryddjurtasósa

Hráefni

130 g ólífuolía

1-2 límónur, safinn

2 hvítlauksrif

1/4 rauðlaukur

væn lúka af basil, frá VAXA

væn lúka kóríander, frá VAXA (má setja steinselju í staðinn)

lúka af steinselju, frá VAXA

smávegis mynta, frá VAXA, hversu mikið er smekksatriði

sjávarsalt

svartur pipar

Uppskriftin er gerð í samstarfi við VAXA.

Aðferð

Afhýðið hvítlauk og lauk. Allt sett í blandarann og maukað þar til það verður mjúkt.

Svona kryddjurtasósu má nota á ýmsa vegu.

Hér er hún notuð út á volgt kartöflusalat og sprettur frá VAXA út á.

Svo er hægt að bera hana fram með fiski eða nota sem sósu út á pasta. Virkilega góð líka út á grænt salat.

Og sem ídýfa fyrir hrátt eða grillað grænmeti.

Salsa verde

Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við VAXA.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.