Hráefni
220 g hvítt möndlusmjör (blanched)
1 msk yacon síróp
1 msk kakó (meira ef þið viljið hafa þær mjög dökkar)
1 tsk hreint vanilluduft
örlítið salt
1 – 1 og 1/2 bolli gróft rifið kókosmjöl
40 g 85% súkkulaði til að hjúpa með, ef vill
Aðferð
Setjið allt nema kókosmjölið í stóra skál og hrærið vel saman þar til blandan er kekkjalaus.


Blandið þá kókosmjölinu saman við. Bætið við kókosmjöli að vild ef þið viljið hafa þær stífari. Ég nota hendurnar til að hnoða þetta vel saman í lokin.

Mótið kúlur og veltið þeim upp úr kókosmjöli eða hjúpið með súkkulaði.


Best að frysta þær og hægt að borða kúlurnar nánast beint úr frystinum. Þær eru samt líka góðar þegar þær hafa þiðnað.

Eitt af því besta við þessa uppskrift er hvað hún er sveigjanleg. Ég hef notað bæði meira og minna af möndlusmjörinu, kakóinu og kókosmjölinu en gefið er upp í uppskriftinni. Kókoskúlurnar verða samt alltaf góðar.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.