Kjúklingabaunaklattar
Hráefni
1 dós kjúklingabaunir
3/4 bolli kjúklingabaunamjöl
1/2 bolli heitt vatn
1/4 bolli safi af kjúklingabaununum
3 hvítlauksrif
1/2 sítróna, safinn
1 tsk ólífuolía
2 tsk cumin, frá Kryddhúsinu
2 tsk paprika, frá Kryddhúsinu
1 tsk chilli frá Kryddhúsinu
4-6 spínatblöð
3 msk saxaður kóríander
2 msk söxuð steinselja
salt og svartur pipar
ólífuolía til steikingar
Aðferð
Hreinsið og saxið hvítlaukinn mjög smátt. Saxið kóríander, steinselju og spínat líka.
Sigtið kjúklingabaunasafann frá kjúklingabaununum.
Blandið kjúklingabaunamjöli, cumin, paprikudufti, salti og svörtum pipar saman í skál.
Bætið heitu vatni smám saman út í og hrærið jafnóðum, þar til deigið er kekkjalaust og hangir vel saman. Hrærið kjúklingabaunasafanum, olíunni og safanum úr sítrónunni saman við. Síðan hvítlauk, spínati og kryddjurtum. Látið bíða í a.m.k. 20 mínútur.
Þurrsteikið kjúklingabaunirnar aðeins með chilli duftinu.
Blandið kjúklingabaununum vel saman við deigið. Ekki hræra of mikið eða þeyta.
Steikið í frekar heitri olíu þar til klattarnir verða gullinbrúnir. Setjið á eldhúspappír eða hreinan klút til að mesta olían leki af þeim.
Borið fram heitt eða kalt með ídýfu sem ykkur finnst góð.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.