Kartöflugratín 

Hráefni

4 bökunarkartöflur

1 lítil ferna hafrarjómi, matreiðslurjómi frá Oatly

4 msk vegan rjómaostur, hreinn frá Violife

1 poki vegan ostur, rifinn cheddar frá Violife

2 skallottulaukar, fínt saxaðir

5 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir

3 msk steinselja, söxuð

salt og svartur pipar

1 msk olífuolía

Aðferð

Forhitið ofninn í 180°C.

Saxið lauk, hvítlauk og steinselju.

Takið lítinn pott og steikið lauk og hvítlauk í ólífuolíu í stutta stund.

Setjið hafrarjóma og rjómaost út í pottinn og látið malla við lágan hita þar til það hefur bráðnað saman. Getur tekið nokkrar mínútur.

Bætið helming af cheddarostinum við og hrærið saman þar til blandan verður rjómakennd og osturinn hefur bráðnað saman við. Að lokum er steinseljunni blandað saman við.

Skerið kartöflur í mjög þunnar sneiðar.

Smyrjið eldfast mót með ólífuolíu.

Leggið kartöflusneiðarnar á botninn á þann hátt sem sést á myndinni.

Þegar botninn er þakinn kartöflusneiðum er rjómablandan pensluð ofan á kartöflurnar. Þá kemur annað lag af kartöflum, síðan rjómablandan og koll af kolli þar til ekkert er eftir.

Dreifið því sem eftir er af rifna ostinum yfir og notið hendurnar til að pressa aðeins á gratínið til að jafna vel.

Bakið í 50 mínútur við 180°C.

Mikilvægt að gratínið fái að jafna sig í a.m.k. korter, helst lengur, áður en það er borið fram.

Kartöflugratínið geymist vel í nokkra daga. Einfalt að skella því í ofninn og hita upp. Uppskriftin er stór því þetta kartöflugratín er ekki síðra daginn eftir.

Þið getið samt alveg helmingað uppskriftina en gætið þess þá að nota mjög lítið eldfast mót.

Gott sem meðlæti með fiski, steiktum eða grilluðum grænmetissteikum og kjöti ef þið borðið það.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.