Hrekkjavöku graskersmuffins

Hráefni

1 og 1/2 bolli maukað grasker

chia egg (1 og 1/2 msk chia fræ og 3 og msk vatn)

1 msk olía

15 dropar stevía

1/2 tsk sjávarsalt

1 og 1/2 tsk negull

1 og 1/2 tsk kardimommur

1 og 12 tsk engifer

1 tsk kanill

1 tsk matarsódi

1 tsk vínsteinslyftiduft

1 bolli kjúklingabaunamjöl

1 bolli möndlumjöl

1/2 bolli tapioka

1/2 bolli hrísmjöl

1/4 bolli möndlumjólk

Aðferð

Skrælið graskerið og skerið í bita. Setjið bitana í pott með vatni og látið þá malla við mjög lágan hita í 10-20 mínútur eða þar til þeir eru mjúkir. Sigtið vatnið frá og leyfið þeim að vera í nokkurn tíma í sigtinu svo eins mikið vatn og hægt er sigtist frá. Maukið í blandara. Ekki er verra að gera maukið deginum áður.

Hitið ofninn í 170 gráður.

Setjið chia fræ og vatn í stóra skál, hrærið saman og látið bíða í fimm mínútur. 

Sigtið þurrefnin saman í annarri skál; möndlumjöl, kjúklingabaunamjöl, hrísmjöl og lyftiefni.

Hrærið olíunni saman við chia eggið og síðan stevíu og öllum kryddunum. 

Blandið graskersmaukinu vel saman við.

Svona lítur blandan út þegar graskersmaukinu er hrært saman við, áður en þurrefnin fara út í.

Því næst fara þurrefnin og möndlumjólkin út í og hrærið svo allt vel saman með sleif. Gætið þess þó að hamast ekki of mikið með sleifina, því þó deigið eigi að vera mjúkt og kekkjalaust geta muffins-in orðið seig ef of mikið er hrært.

Bakið í 12 muffins formum í 30-35 mínútur.  

Áður en glassúrinn var settur ofan á. Ekki nauðsynlegt að hafa hann, en gott.

Glassúr

Hráefni

1/3 bolli vatn

1 tsk kanill

2 tsk örvarrót

2 tsk yacon síróp

Aðferð

Hitið vatn, kanil og örvarrót saman í potti við lágan hita, og hrærið stöðugt í á meðan. Leyfið suðunni að koma upp og blöndunni að malla í u.þ.b. mínútu. Takið af plötunni og kælið. Ástæðan fyrir því að ekki má blanda sírópinu saman við fyrr en blandan hefur kólnað er að annars kristallast það og breytist í sykur. Þegar hún hefur kólnað er yacon sírópinu hrært saman við og blandan sett með teskeið ofan á hvert muffins. 

Það væri hægt að skreyta þau, en mér finnst það óþarfi þegar notuð eru svona munstruð form 🙂
Annað munstur á formunum 🙂

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis