Þegar ég var að vökva plönturnar í gróðurhúsinu um helgina sá að lavenderinn minn var byrjaður að fölna. Komið fram í september svo það er eðlilegt og greinilega síðustu forvöð að nota hann til að skreyta köku. Svo hér kemur ný uppskrift að hráköku og nokkrar tillögur að köku skreytingum.
Hrákaka með poppuðu kínóa
Hráefni
1 bolli möndlur (ágætt að leggja þær í bleyti í nokkrar klukkustundir en ekki nauðsynlegt)
1 bolli hnetublanda; kasjú, pekan og valhnetur.
1 plata dökkt súkkulaði (85 – 100%)
1/2 bolli glútenlaus hafragrjón
1/2 bolli kínóa
5-6 döðlur
1/2 bolli haframjólk
1/2 tsk vanilla
smá sjávarsalt
Aðferð
Kurlið möndlur og hnetur í blandara eða matvinnsluvél og setjið þær í stóra skál. Saxið súkkulaðið fínt í vélinni og látið út í. Síðan fara hafragrjónin og poppaða kínúað saman við. Setjið döðlurnar, haframjólkina, vanillu og salt í matvinnsluvélina og maukið. Döðlumaukið fer í skálina með þurrefnunum. Blandið öllu vel saman með sleikju eða höndunum. Þynnið pínu með haframjólk ef þarf. Deigið er sett í hringlaga kökuform, eða mörg lítil og slétt vel úr. Sett inn í frysti í a.m.k. klukkutíma.
Ofan á er gott að hafa þeyttan kókosrjóma og skreyta með uppáhalds berjum og ávöxtum. Nú og lavender, myntu eða hverju sem hugurinn girnist. Þeir sem eru fyrir lavender bragð geta sett dropa af lavender essence eða lavender olíu út í þeytta kókosrjóman, en gætið þess að nota aðeins olíu sem er vottuð til inntöku. Það gildir ekki um allar ilmkjarnaolíur. Svo er gott að hafa fínt saxaða mintu út í rjómanum líka.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.