Hráefni
1/2 bolli möndlur, frá Rapunzel (ágætt að leggja þær í bleyti í nokkrar klukkustundir en ekki nauðsynlegt)
1 og 1/2 bolli hnetublanda; heslihnetur og pecan, frá Rapunzel
1/2 plata dökkt súkkulaði (85 – 100%)
1/2 bolli glútenlaus hafragrjón
1/2 bolli ristaðar kókosflögur
3 msk kókoshveiti
2-3 tsk yacon síróp
1/2 bolli haframjólk, eða möndlumjólk
1 tsk hreint vanilluduft, frá Rapunzel
1/2 tsk salt
Aðferð
Kurlið möndlur og hnetur í blandara eða matvinnsluvél og setjið þær í stóra skál. Saxið súkkulaðið fínt í vélinni og látið út í. Síðan fara hafragrjónin, kókosflögurnar og kókoshveitið saman við.
Blandið haframjólk, yacon sírópi, vanillu og salti saman í aðra skál og hellið því svo yfir í skálina með þurrefnunum. Hrærið og hnoðið saman og þynnið pínu með meiri jurtamjólk ef þarf. Blöndunni er þrýst í hringlaga kökuform, eða mörg lítil, og slétt vel úr. Sett inn í frysti í a.m.k. klukkutíma.
Ofan á er gott að hafa þeyttan kókosrjóma og skreyta með uppáhalds berjum og ávöxtum. Að þessu sinni setti ég lög af kókosrjóma og berjum til skiptis. Þannig varð hún býsna hátíðleg.
Uppskriftin er unnin í samstarfi við Rapunzel.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.