Hollasta salat í heimi

Í tilefni af Mottumars fékk ég sendan kassa frá VAXA með frábæru úrvali af grænu salati og sprettum. Ég átti líka spírur frá Ecospíra svo ég ákvað að gera salat sem væri svo hollt að það myndi fylla mig orku.

Fann eitt og annað í eldhúsinu sem gott var að hafa með salatinu og spírunum. Ég átti spergilkál, gulrætur, ólívur og hnetur og notaði það. Hefði alveg eins getað notað t.d. agúrkur, blómkál, tómata, papriku og fræ.

Til að salat sé gott er nauðsynlegt að hafa góða sósu. Í kassanum frá VAXA var líka salvía svo það lá beint við að prófa að gera vinaigrette með salvíu. Það heppnaðist vel.

Í stað þess hrúga öllu í eina skál ákvað ég til gamans að skera allt niður á þann hátt sem þið sjáið á myndunum og raða í á bakka. Þá gat hver og einn ráðið hvað hann fékk sér á diskinn.

Salvíu vinaigrette 

Hráefni

70 g ólífuolía

2-3 msk eplaedik

1 msk rauðlaukur, saxaður

5-7 salvíublöð

salt og svartur pipar 

Aðferð

Setjið allt í blandara og maukið þar til allt hefur samlagast. Salvíubragðið er nokkuð afgerandi svo það fer eftir smekk hve mikið þið notið. Athugið að áður en sósan er borin fram þarf að hræra upp í henni. 

Kassinn sem ég átti frá Ecospíra innihélt spírukonfekt, sem sagt sitt lítið af hverju af spírutegundum.

Í kassanum frá VAXA var eftirfarandi; –

– Salatblanda

– Salathaus

– Salvía

– Sprettur: Baunasprettur, rauðkál, klettasalt, hvítlauks grænkál, gulrót og sólblóm

Uppskriftin var unnin í samstarfi við VAXA og Ecospíra.

Uppskriftin er unnin í samvinnu við VAXA og Ecospíra.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.