Himneskar kasjúhnetusmjörs jólakúlur 

Hráefni

1 bolli kasjúhnetusmjör

1/3 bolli möndlumjólk

1 bolli saxaðar hnetur að eigin vali, ég notaði pecan, valhnetur og möndlur frá Rapunzel

1/2 bolli glútenlaust haframjöl

2 tsk yacon síróp

10 dropar stevía með karamellubragði, frá Good Good

1 tsk hreint vanilluduft, frá Rapunzel

1/2 tsk salt

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Good Good og Rapunzel.

Aðferð

Saxið hneturnar í matvinnsluvél og setjið þær í stóra skál. Blandið haframjölinu vel saman við.

Setjið kasjúhnetusmjörið, möndlumjólkina, yacon sírópið, karamellustevíu, vanillu og salt í matvinnsluvélina og maukið þar til það er silkimjúkt. Skafið með hliðunum annað slagið.

Takið kasjúsmjörsblönduna úr matvinnsluvélinni og blandið henni saman við söxuðu hneturnar og hafragrjónin í skálinni. Ágætt að gera þetta með sleif, skeið eða bara guðsgöflunum. Gætið þess allavega að blanda þessu vel saman.

Mótið kúlur, raðið þeim á disk, og kælið í ísskáp í a.m.k. hálftíma. Þið ráðið hversu stórar þær eru. Ég hef þær frekar litlar.

Svo má hjúpa kúlurnar með bræddu súkkulaði, eða velta þeim upp úr kakói, ristuðum kókosflögum, hnetum eða þurrkuðum kirsuberjum. Það síðastnefnda fæst ekki í verslunum hér á landi, en það er hægt að panta það á iherb.com.

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Good Good og Rapunzel.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.