Heslihnetu-, hrís- og trönuberjahraun

Heslihnetu-, hrís- og trönuberjabitar

Hráefni

70 g 100% súkkulaði

30 g 85% súkkulaði

1 msk kakósmjör

1 msk kókosolía

1/2 bolli heslihnetur

1/4 bolli trönuber

1 hrískaka

2 msk sesamfræ

10 dropar stevía

1/2 tsk hreint vanilluduft

Heslihnetu-, hrís- og trönuberjabitar

Heslihnetu-, hrís- og trönuberjabitar

Aðferð

Saxið heslihneturnar gróft og hrískökuna frekar fínt.

Bræðið kókosolíu og kakósmjör saman við lágan hita. Súkkulaðið sett í bitum út í pottinn og brætt saman við. Öruggast að bræða yfir vatnsbaði, en ég hef komist upp með að gera það beint í pottinum við mjög lágan hita.

Heslihnetu-, hrís- og trönuberjabitar

Bætið við stevíudropum og vanillu. Allt hitt sett út í og hrært vel saman við. Sett á plötu með bökunarpappír og fryst.

Brotið niður rétt áður en það er borið fram.

Heslihnetu-, hrís- og trönuberjabitar

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.