Hráefni
300 g vatn
450 g ósæt haframjólk
100 g chia fræ
50 g hörfræ, frá Rapunzel
50 g bókhveiti
100 g möndlumjöl
55 g cassava mjöl
50 g husk
2 tsk fínmalað husk
25 g graskersfræ, frá Rapunzel
30 g sesamfræ, frá Rapunzel
70 g glútenfrítt haframjöl
10 g vínsteinslyftiduft
10 g matarsódi
10 g ólífuolía, frá Filippo Berio
salt og svartur pipar eftir smekk
sesamfræ til skreytingar
Aðferð
Hitið ofninn í 180 gráður.
Blandið haframjólk, vatni, chia fræjum og hörfræjum saman í hrærivélarskál og látið bíða í 5 mínútur. Hrærið með sleif í blöndunni annað slagið.
Vigtið allt hitt beint út í hrærivélaskálina og blandið vel saman með deig þeytaranum. Deigið er tilbúið þegar það er þykkt og næstum eins og venjulegt brauðdeig.
Ég nota ísskeið til að setja deigið á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Stráið sesam fræjum yfir hverja bollu.
Bakað í ca. 45 mínútur við 180 gráður.
Bollurnar geymast mjög lengi í frysti, en það er ekki gott að hita þær aftur í ofni eða örbylgju. Einhverra hluta vegna breytist bragðið aðeins við það.
Uppskriftin er gerð í samstarfi við Rapunzel og Filippo Berio.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.