Hráefni
2 msk chia fræ og 6 msk vatn
1/4 bolli möndlumjólk og 2 msk eplaedik
1 msk ólífuolía
2 bollar rifnar gulrætur
1/2 bolli eplamauk, hreint
1 bolli möndlumjöl
1 bolli kjúklingabaunamjöl
1 bolli hrísmjöl
1 tsk vanilluduft
1 tsk kanill, frá Kryddhúsinu
1/2 tsk negull, frá Kryddhúsinu
2 tsk matarsódi
2 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 bolli möndlumjólk
Krem
1 dós vegan rjómaostur, frá Violife – hreinn
1 bolli þeyttur hafrarjómi
1 tsk vanilluduft
2 msk steviuduft, frá Good Good (ef þið notið hreint stevíuduft þarf ekki nema 1 tsk eða svo)
örlítið salt
Aðferð
Forhitið ofninn í 170 gráður.
Setjið chia fræ og vatn í stóra skál, hrærið saman og látið bíða í 5 mínútur.
Blandið saman 1/4 bolla af möndlumjólk og 2 msk af eplaediki og látið bíða í 5 mínútur.
Hreinsið og rífið gulræturnar.
Sigtið þurrefnin saman í aðra skál; möndlumjöl, kjúklingabaunamjöl, hrísmjöl og lyftiefni.
Olíunni er pískað saman við chia eggið, sem og vanillu og kryddi. Síðan er blöndunni úr eplaedikinu og möndlumjólkinni hrært saman við, því næst rifnu gulrótunum, og síðast 1/2 bolla af möndlumjólk.
Þurrefnin sett út í og öllu blandað vel saman. Farið þó hægt og varlega og forðist að þeyta. Það getur gert bakkelsið seigt.
Skiptið í möffins form og bakið í miðjum ofni við 170 gráður í 20-25 mínútur.
Látið möffinsin kólna áður en kremið er sett á þau.
Krem
Þeytið hafrarjómann og setjið til hliðar.
Þeytið saman rjómaost, stevíuduft, salt og vanillu í annarri skál þar til það er mjúkt og kekkjalaust.
Blandið hafrarjómanum smátt og smátt saman við og þeytið allan tímann þar til kremið er tilbúið. Kekkjalaust og passlega stinnt til að hægt sé að sprauta því á möffinsin.
Sprautið því á möffinsin og skreytið með hnetum eða hverju sem ykkur dettur í hug. Nú eða smyrjið því á þau ef ykkur finnst ekki gaman að sprauta.
Ath. Það er ekki nauðsynlegt að þeyta hafrarjómann fyrst, en kremið verður fallegra. Líka hægt að hella honum óþeyttum saman við rjómaostinn. En bara litlu í einu.
Ennfremur. Það er líka hægt að nota yacon síróp í stað stevíudufts. Kremið verður aðeins öðru vísi, dekkra á litinn og ekki eins sætt. Magnið fer eftir smekk.
Uppskriftin er gerð í samstarfi við Kryddhúsið og Oatly.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.