Grillað eggaldin með blómkáli, kartöflum og kjúklingabaunum

Hráefni

2 eggaldin

1/2 blómkálshaus

4-6 kartöflur

Marenering

50 g ólífuolía

2 hvítlauksrif

1/2 tsk chilli, frá Kryddhúsinu

salt og svartur pipar

Sósa

1 dós tómatar, lífrænir og saxaðir

1/2 dós kókosmjólk

1 og 1/2 bolli vatn

1 dós kjúklingabaunir

1 laukur

4-6 hvítlauksgeirar

2 chilli, grænir

knippi af fersku kóríander

ólífuolía til steikingar

Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Kryddhúsið.

Aðferð

Skerið eggaldinin í sneiðar og skiptið blómkálinu í kvisti. Skerið kartöflur til helminga ef þær eru litlar en í fernt ef þær eru stórar.

Búið til mareneringu á eftirfarandi hátt; hreinsið hvítlauk og skerið gróft. Setjið hann, ólífuolíuna og kryddið í blandara og maukið. Veltið grænmetinu úr mareneringunni og látið bíða í a.m.k. hálftíma.

Setjið á bōkunarplōtu og grillið í ofni í ca. 5 mínútur á hvorri hlið.

Þá er það sósan. Hreinsið og saxið lauk og hvítlauk fínt. Saxið chilli og kóríander.  Steikið lauk, hvítlauk og chilli á pönnu í smá stund.

Blandið tómötum, vatni og kókosmjólk saman við og látið sósuna malla á vægum hita í 20 mínútur. Blandið blómkáli, kartōflum, kjúklingabaununum og kóríander saman við og setjið í eldfast mót.

Stingið eggaldinsneiðunum hér og þar og setið mótið svo í 180 gráðu heitan ofn í 10 mínútur.

Gott að hafa grænt salat sem meðlæti.

Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Kryddhúsið.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.