Grillað blómkál með sítrónu og steinseljusósu

Grillað blómkál með sítrónu og steinseljusósu
Grillað blómkál með sítrónu og steinseljusósu

Hráefni

1 stór blómkálshaus

100 g spínat

5 radísur

sesamfræ

1 sæt kartafla

2 msk möndlumjólk

Sósa

100 g olífuolía

safi úr hálfri sítrónu

2 hvítlauksgeirar

2 cm biti af engifer

30 g steinselja

svartur pipar

sjávarsalt

Grillað blómkál með sítrónu og steinseljusósu

Aðferð

Hitið ofninn í 220°C.

Skiptið blómkálshausnum niður í kvisti. Veltið upp úr olíu og bakið í ofninum í u.þ.b. 20 mínútur. Snúið við eftir helming tímans. Einnig hægt að grilla á grillpönnu.

Grillað blómkál með sítrónu og steinseljusósu

Skrælið sætu kartöfluna, skerið í bita og sjóðið á meðan sósan er útbúin. Stingið hnífi í kartöflubita eftir u.þ.b. 10 mínútur til að athuga hvort þær séu orðnar mjúkar. Setjið pottinn til hliðar ef þær eru tilbúnar en sjóðið aðeins áfram annars.

Grillað blómkál með sítrónu og steinseljusósu

Setjið öll hráefni sem eiga að fara í sósuna í blandara og blandið vel saman.

Salsa verde

Hellið sósunni yfir blómkálið meðan það er heitt og blandið spínati og þunnt skornum radísusneiðum saman við. Stráið sesamfræum yfir.

Stappið sætu kartöfluna með möndlumjólkinni, setjið á diska, og blómkálsblönduna ofan á.

Blómkál á grillpönnu:

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.