Hráefni
1 kg grasker eða smjörhnetugrasker (butternut squash) kjötið úr því
1 laukur (miðlungsstór)
50 g engifer, eða eftir smekk
5 – 6 hvítlauksgeirar
15 g ferskt kóríander (má sleppa)
1 msk turmerik duft
1/4 tsk chilli duft
1/4 tsk cayenne duft
1 dl ólífuolía
1 l möndlumjólk
3 dl vatn
salt og svartur pipar eftir smekk
Aðferð
Skrælið graskerið, fræhreinsið og skerið í bita. Takið fræin frá, það er gott að þurrista þau á pönnu og hafa með súpunni.
Skrælið lauk, engifer og hvítlauk og saxið.
Saxið kóríander.
Hitið stóra og djúpa pönnu og setjið olíuna í hana. Steikið laukinn fyrst með turmerik, chilli og cayenne.
Setjið hvítlauk og engifer út í og veltið upp úr kryddinu á pönnunni í u.þ.b. 1 mínútu.
Bætið graskersbitunum út í pönnuna og steikið með í nokkrar mínútur. Kóríander, salt og pipar er bætt við í lokin.
Loks er svo möndlumjólkinni hellt út á og vatninu. Fínt að hreinsa úr fernunni með vatninu.
Eftir að suðan er komin upp er súpan látin malla í 30-40 mínútur.
Til að hún verði silkimjúk er gott að hella súpunni í blandara og mauka. Smakkið til og bætið kryddi ef þarf.
Uppskriftin er unnin í samstarfi við Kryddhúsið og Filippo Berio.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis