Hráefni
250 g glútenlaust pasta, frá Rapunzel
Líka hægt að nota t.d. kjúklingabaunapasta eða bara það sem ykkur finnst gott.
u.þ.b. hálf 290 g krukka sólþurrkaðir tómatar (magn fer eftir smekk)
3 msk olía af tómötunum
250 g sykurbaunir
1/2 sítróna, safinn
1/2 lítill laukur, eða 1/4 stór
1 rauður chilli
4-5 hvítlauksgeirar
gott búnt af ferskri steinselju
ólívuolía til steikingar
salt og svartur pipar
Aðferð
Sjóðið pastað í miklu vatni samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Sigtið vatnið frá og geymið.
Hreinsið og saxið lauk og hvítlauk. Skerið chilli í þunnar sneiðar, en fræhreinsið fyrst ef þið viljið ekki að rétturinn sé sterkur.
Sigtið olíuna frá sólþurrkuðu tómötunum og geymið hana. Skerið þá í þunna strimla.
Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann er að byrja að taka lit. Bætið þá hvítlauk, chilli og sykurbaunum saman við og steikið aðeins áfram. Gætið þess að hvítlaukurinn brenni ekki.
Setjið sólþurrkuðu tómatana, ásamt 3 msk af olíunni af þeim, á pönnuna. Kreistið safann af sítrónunni saman við og rífið steinselju út á. Blandið vel saman og kryddið með salti og svörtum pipar. Bætið við vökva ef þurfa þykir, annað hvort meiri olíu af tómötunum eða svolítið soðvatn af pastanu.
Hrærið að lokum pastað saman við og gætið þess að allt blandist vel saman.
Gott að bera fram með miklu af grænu salati, þó það sé fjarverandi á myndunum.
Uppskriftin er gerð í samstarfi við Rapunzel.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.