Geggjaður grænmetispottur

Hráefni

300 g blómkál

300 g spergilkál

200 g kartöflusmælki

200 g sellerírót

1 paprika

2 greinar garðablóðberg

1 dós smjörbaunir

ólífuolía til steikingar, frá Filippo Berio

salt og svartur pipar

Aðferð

Skolið smjörbaunirnar og látið vatnið renna af þeim.

Skiptið blómkáli og spergilkáli upp í grófa kvisti eins og sjá má á myndunum. Skerið sellerírótina í kubba, (svona u.þ.b. 3 sentimetra á hverja hlið) paprikuna gróft og hverja kartöflu í fernt. 

Notið stóran steikarpott sem má fara í ofn. Steikið eina tegund af grænmetinu í einu og hafið garðablóðbergið með. Kryddjurtirnar eru færðar á milli og steiktar með öllum tegundunum.

Takið grænmetið úr pottinum og látið það hvíla meðan þið gerið sósuna í sama potti.

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Kryddhúsið og Filippo Berio.

Sósa

Hráefni

2 dósir tómatar, saxaðir og lífrænir

500 g ferskir tómatar

1 laukur

6 hvítlauksgeirar

1 rauður chilli

2 msk Ítalskt krydd, frá Kryddhúsinu

1 msk tapioka, hrært út í smá vatni

ólífuolía til steikingar, frá Filippo Berio

salt og svartur pipar

Aðferð

Hreinsið og saxið niður lauk, hvítlauk og chilli. Skerið fersku tómatana gróft.

Steikið lauk, hvítlauk og chilli aðeins í ólífuolíu og blandið síðan fersku tómötunum og tómötunum úr dósinni saman við. Hrærið tapiókað út í smá vatni áður en þið hrærið það saman við sósuna. Kryddið með ítalska kryddinu, salti, svörtum pipar og garðablóðberginu og látið sósuna malla í u.þ.b. 5 mínútur. Smakkið til.

Blandið grænmeti og baunum saman við sósuna, setjið lokið á pottinn og komið honum fyrir í 220 gráðu heitum ofni. Bakið í hálftíma og látið pottréttinn síðan jafna sig í 20-30 mínútur eftir að hann er tekinn út úr ofninum.

 

Gott að bera fram með hrísgrjónum og/eða grænu salati.

 

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Kryddhúsið og Filippo Berio.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.