Í gróðurhúsinu bíða okkar tugir jarðarberja þessa dagana og þau eru himnesk. Mest fer beint upp í munninn án viðkomu á diski, en stundum getur verið gaman að búa til eftirrétti með þeim í aðalhlutverki.
Hráefni
jarðarber (magn er smekksatriði)
1/3 bolli pecan hnetur
1/3 bolli kasjú hnetur
1/4 bolli glútenlausir hafrar
1/4 bolli poppað kínúa
10-15 g vegan smjör, kubbur frá Naturli
4 dropar karamellu stevía frá Good Good
1/2 tsk hreint vanilluduft
1/2 tsk ceylon kanill, frá Kryddhúsinu
40 g 85-100% súkkulaði
Aðferð
Skolið jarðarberin og skerið niður eins og ykkur finnst best.
Saxið pecan hnetur og kasjú hnetur gróft. Skellið þeim á heita pönnu og þurristið þar til þær byrja að taka lit og ilmurinn er indæll. Þá setjið þið hafrana og poppaða kínúað saman við og ristið aðeins áfram.
Að lokum er vegan smjörið sett saman við ásamt vanillu, kanil og stevíu og hrært vel saman. Fínt að leyfa smjörinu að bráðna aðeins á miðri pönnu áður en þið hrærið saman. Kælið.
Bræðið súkkulaðið.
Setjið granólað í botninn á desertskál eða glasi og hrúið jarðarberjum ofan á. Skreytt með bræddu súkkulaði.
Mjög gott að hafa þeyttan hafrarjóma eða kókosrjóma með.
Afganginn af granólanu er svo ljómandi að nota út á morgungrautinn eða jógúrtið og bæta þá gjarnan við slatta af fræjum.
Verði ykkur að góðu 🍓
Uppskriftin er unnin í samstarfi við Good Good og Kryddhúsið.
Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.