Eton Mess 🇬🇧

Í tilefni af 70 ára krýningarafmæli Elísabetar drottningar, sem haldið verður upp á með pompi og prakt um helgina, er hér einn af breskustu eftirréttum allra tíma, Eton Mess. Að þessu sinni án sykurs. Ekki er hægt að gera sykurlausan marens án þess að nota eggjahvítur, svo rétturinn er ekki vegan þó í honum séu engar mjólkurvörur. 

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Good Good og Rapunzel.

Hráefni

10 jarðarber

Oatly þeyttur hafrarjómi og þeyttur kókosrjómi í jöfnum hlutföllum. Magnið fer eftir smekk. En allavega þannig að það passi í meðalstóra skál.

Marens

Hráefni

2 eggjahvítur

2 msk stevíuduft, frá Good Good

tæp tsk af cream of tartar

1/2 tsk vanilluduft, frá Rapunzel

Aðferð

Forhitið ofninn í 90 gráður.

Þeytið eggjahvíturnar þar til þær verða hvítar. Stevíudufti og cream of tartar blandað saman við og þeytt á töluverðum hraða þar til blandan hagar sér nokkurn veginn eins og hefðbundinn marens. Vanilluduftið sett saman við undir lokin. Stundum hef ég fínt saxað súkkulaði og hnetur út í til tilbreytingar, en það er ekki í hefðbundnu Eton Mess uppskriftinni.

Mótið litlar kökur á plötu sem hefur verið klædd með smjörpappír. Bakið í klukkustund og látið síðan kólna í ofninum. Það má nota þær þegar marensinn hefur kólnað alveg og harnað.

Geymist vel í frosti.

Rabbarbaramauk

Hráefni

1 bolli niðurskorinn rabbarbari

1/2 msk chiafræ

1/4 bolli vatn

5 niðurskorin jarðarber

Aðferð

Sjóðið allt saman í u.þ.b. 5 mínútur í litlum skaftpotti, eða þar til rabbarbarinn er orðinn mjúkur en sumir bitanna haldast í forminu. Þetta er annars smekksatriði. Má sjóða alveg í mauk líka. Það má sleppa jarðarberjunum og nota 1 msk af stevíudufti eða 10 stevíudropa í staðinn, en þá þarf aðeins minna vatn. Það er ekki rabbarbaramauk í hefðbundnu uppskriftinni, svo ef þið viljið heldur fylgja henni er hægt að setja nokkur jarðarber í blandara, mauka þau í sósu og nota í stað rabbarbaramauksins.

Rétturinn er settur saman á eftirfarandi hátt;

Blandið saman þeyttum kókosróma og þeyttum hafrarjóma í skál, eða notið bara annan hvorn ef ykkur finnst það betra.

Myljið marens út í. Hafið suma bitana nokkuð stóra.

Setjið niðurskorin jarðarber út í og dálítið af rabbarbaramauki saman við. Má sleppa maukinu, eða nota jarðarberjasósu í staðinn.

Blandið varlega saman svo rabbarbaramaukið eða jarðarberjasósan myndi rákir í rjómann og skiptið blöndunni upp í desert skálar eða glös. 

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Good Good og Rapunzel.

Sæluréttir Siggu er skrásett vōrumerki. Uppskriftirnar eru einungis ætlaðar til einkanota. Óheimilt er að nota þær í hvers kyns veitingaþjónustu án skriflegs leyfis frá eiganda vōrumerkisins. Dreifing, afritun, birting og ōnnur notkun uppskrifta og ljósmynda á síðunni er einnig óheimil án leyfis.